Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13
15. janúar, 2013 at 14:36
#58131

Meðlimur
Þriðjudagur 15 jan 2013
Gott mál þetta með myndavélina í Skálafelli. Annars snjóaði mjög mikið hér í Bláfjöllum í nótt og fram að hádegi í mjög hvassri austan átt. Um hádegi breyttist þetta í grenjandi rigningu, slagviðri.
Hafði alltaf óskaplega gaman af slagveðursdögum í sveitinni í gamla daga. Í lopapeysu og gúmmígalla leið manni alltaf vel. Vatnavextir og vesen var og er alltaf gaman.
Fékk svona svipaðan fíling í dag. Reyndar búinn vinnuflotgalla hefur maður svifið hér um og skoðað aðstæður.
Hér er eðlilega bullandi snjóflóðahætta og best að vera sem minnst á ferli í Fjallinu.
Kv. Árni Alf.