Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58125
0801667969
Meðlimur

Sunnudagur 13. jan. 2013

Kallinn hafði rétt fyrir sér eða kannski gekk spáin bara eftir! Það snjóaði a.m.k. ágætu púðri í nótt og morgun þannig að færið varð alveg þokkalegt. Skást var þetta þetta í „troðnum“ brautum sem ekki voru troðnar í morgun. Utanbrauta var þetta svona upp og niður. Vel heppnaður dagur og aðsókn góð. Snjókoma fyrri patrinn en bjartviðri þann seinni.

Enn eitt austan hrakviðrið virðist í uppsiglingu á morgun, vonandi með sem mestum snjó. Í kjölfarið hlýnar eitthvað en ekkert til að hafa áhyggjur af. Makalaust að fá ekki að hafa þokkalegt færi í friði í nokkra daga.

Væri Skálafellið í gangi þá væru komnir a.m.k. helmingi fleiri opnunardagar SV lands það sem af er vetri. Sennilega vanáætlað ef eitthvað er.

Kv. Árni Alf.