Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58120
0801667969
Meðlimur

Laugard. 12 jan. 2013 kl: 12:00

Höfum verið að opna undanfarna daga í bleytu og hita. Hins vegar hefur háttað þannig til að þegar líður á daginn hefur frosið og snjóað duglega ofan á skelina. Þannig hefur fengist skíðanlegt utanbrautarfæri, jafnvel þokkalegt. Ágætis færi í brautum þegar stöðugt snjóar.

Í dag er þetta eitthvað svipað. Fór að frysta og snjóa í morgun eftir bleytu gærdagsins. Hins vegar býsna þungt utan brauta enn sem komið er. Sjáum hvað gerist með frostinu. Hér skyggni lítið og snjóblinda. Gæti birt þegar líður á daginn. Snjóar líklega duglega í nótt og fyrramálið. Vonum það besta.

Kv. Árni Alf.