Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13
29. desember, 2012 at 15:27
#58079

Meðlimur
Laugard. 29 des. 2012
Ekki á hverjum degi sem það þarf að hanga á eftir veghefli til að komast í Fjöllin. Svo var þó núna í hádeginu. Man ekki oft eftir jafn miklum nýföllnum snjó á svæðinu og þá sérstaklega á veginum. Upp í klof og sums staðar gott betur. Girðingar víðast á kafi.
Þrátt fyrir snjóblindu mátti víða sjá snjóflóð í hlíðum. Mörg hver nýfallin.
Vonum að eitthvað verði eftir af þessum snjó eftir norðan áhlaupið.
Kv. Árni Alf.