Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57728
Sissi
Moderator

Það er löngu tímabært að hnykkja á þessu, við skulum ekki missa sjónar á því.

Þeir sem hafa verið mikið á ferðinni þarna á vorin hafa flestir orðið vitni að bókstaflega glæpsamlegri háttsemi fólks sem kallar sig „gæda“ en hefur kannski lítið sem ekkert til að bakka það upp.

Mér er í fersku minni gaurar með nokkrar línur sem mixuðu brjóstbelti á kúnnana úr prússik og pökkuðu svo saman línunum á toppnum og sendu alla niður lausa „því maður lendir ekki í sprungu á leiðinni niður“.

Umræða er góð, við skulum ekki gleyma því. Og ég held að ef þessi umræða verður til þess að almenningur sé líklegri til að athuga hvort leiðsögumaðurinn þeirra sé traustins verður sé það hið besta mál.

Það er í raun magnað að það hafi ekkert verulega slæmt gerst þarna miðað við apakettina sem eru þarna á ferðinni með hópa.

Og nú vil ég taka fram að það er allt í lagi að vera apaköttur með vinum sínum ef maður fer eftir gullnu reglunni: „bannað að slasast“ og er ekki að fá greidd laun.

Það fylgir ábyrgð því að vera í hlutverki leiðsögumannsins.