Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57723
1506774169
Meðlimur

Ég var umræddann dag ásamt mörgum fararstjórum umrædds ferðafélags sem Ívar er lítill aðdáandi að og sá til þessa hóps sem um ræðir. Þau grundvallarmistök virðast hafa verið gerð að fara á Hnúkinn úr broddastoppinu án þess að fararstjórar hafi tekið með sér bakpokana og því fór sem fór. Frostið var um 14° og rafhlöður því fljótar að tæmast ef menn voru ekki með tækin innan á sér. Skyggni var með versta móti þessa 4 tíma og snjó kyngdi niður sem er ekki óeðlilegt á þessum árstíma.
Hnúkurinn sjálfur er óvenju brattur og mikið af sprungum undir nýsnævi sem gerði okkur erfitt fyrir með hátt í 100 manna hóp. Fremstu fararstjórar voru að stíga mikið niður í sprungur í 2030 til 2060 metra hæð og því ákveðið að fara ekki lengra með þennan mjög svo óreynda hóp. Skemmtunin var orðin næg.
Þetta kallast á góðri íslensku að taka ábyrgð, annað væri kannski ef 10 manna hópur vanra væri að ferðast saman .. þá myndi maður fara út í frekari hardcorisma og leikaraskap en með svo stórann hóp gengur það einfaldlega ekki.
Ég fékk fréttir af því að þessum hópi hefði verið ákaflega brugðið og sumir úr honum orðnir mjög framlágir og jafnvel örmagnaðir svo að sú reynsla hefur væntanlega verið mjög óskemmtileg og vona ég að viðkomandi jafni sig fljótt og missi ekki svefn.
Annað veit ég ekki um málið.