Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Forums Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57746
0311783479
Member

Halló,

Sjálfur var Hardcore (a.k.a. Ívar) í björgunarsveit(um) á sínum yngri árum og nam þar fræðin og beitti all oft á æfingum og leitum. Þannig að hann hefur líklega verið að skírskota til þess hversu almenn eðlis kennsla í fjallamennsku sé í björgunarsveitum, sem er vel enda er ekki nema lítill partur af björgunarsveitamönnum sem nokkru sinni ætla í brattgenga fjallamennskuiðkun. Að sama skapi er skyndihjálpar kennslan ekki ætluð til að mennta bráðatækna. En nóg af slíku.

Öllum verður okkur á í messunni og þá er frábært að eiga hauka í ýmsum hornum þegar kemur að öflugum björgunasveitum, mörg okkar höfum bakgrunn í þeim þar með talinn ég.

Áhugaverðir punktar hafa komið fram í þessum þræði:
1) mikilvægi þess að vita hvenær við ofurefli er að etja
2) Vera staðkunnugur og rétt útbúinn
3) Allir sem ferðast í sama hópnum séu upplýstir um ákvarðanatöku og séu meðvitaðir um hvað sé í gangi
4) Það er eitt að leiða hóp vina og kunningja upp um fjöll og firnindi af einskærri ánægju, allt annað er að þiggja greiðslu fyrir viðvikið. Að selja sig út sem fjallaleiðsögumann krefst talsvert meira en að kunna handtök til fjalla.
5) Smiður er ekki smiður nema að sveinsbréf hangi upp á vegg.

Ferðaþjónustan er líklega eini alvöru vaxtarbroddurinn í íslenska efnahagskerfinu, þannig að það er gefið að það verði aukin samkeppni í fjallaleiðsögn og því er þeim sem nú eru komnir til starfa annt um orðspor sitt og vilja vernda það. Það er líklega hvatinn á bak við upphaflega póst Hardcores. Mér þætti persónulega leiðinlegt ef upp kæmi sú krafa að gera fjallaleiðsögn að “lögvernduðu” starfsheiti því ég held að við þurfum ekki á slíkum afskiptum af framtakssömum aðilum með góðar hugmyndir.

Rétt að þakka Alta formanni fyrir að benda á mikilvægi þess að vera málefnalegur og að hafa skal gát í nærveru sálar.

Jæja nóg af röfli frá mér…

kveðja
Halli