Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55879
2806763069
Meðlimur

Sæl(l)

Hjá ÍFLM hefur verið óvenju mikið af Ísklifur ferðum og námskeiðum síðstu vikurnar. Í kjölfarið af því höfum við einmitt byrjað að ræða þessi mál lauslega og ég verð að segja að ég er fullkomlega sammála Sissa. Fyrir mig finnst mér í raun að Spori sé frekar óhentugur í æfingar hvort eð er þar sem hann er svo stallaður. Og það að fara með stóra hópa inn á bílastæði hjá einhverjum bæ er auðvitað eitthvað sem ætti að forðast. Fossinn er líka vinsæll fyrir byrjendur og hentar í raun miklu betur sem fyrsta leiðsla en kennslusvæði.

Ég áskil mér þó rétt til að nota fossinn þegar ekkert annað er í seilingarfjarlægð en lofa janframt að leita frekar annara leiða og kvet aðra sem eru í kennslu, hvort sem það er fyrir peninga eða fyrir þá einlægu gleði sem felst í að kenna nýliðum björgunarsveita ísklifur, til að gera slíkt hið sama.

Og um leið og ég þakka allar ábendingar um svæði eins og Villingadalinn þá er það einfaldlega of löng ganga fyrir flesta, sérstaklega þegar fólk er á leigu skóm. Því miður!

Annars þakka ég fyrir opna umræðu.

Svo eru ísklifrarar að eyðileggja girðinguna þarna hjá fólkinu. Spurning hvort ekki væri hægt að splæsa í og setja upp einn stiga í samvinnu við þau?

Kv.
Softarinn