Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55940
Siggi Tommi
Participant

Við Valdi klifurrotta fórum í Eilífsdal á sunnudaginn í bjartsýnisleiðangur í von um ís með dýfu.
Tjaldsúlurnar og Einfarinn voru með góðan slatta af ís og allar klifurhæfar sýndist mér. Þilið var nokkuð voldugt en skeggið niður slúttið („þilið“ sjálft) var búið að skreppa verulega saman frá því fyrir mánuði og tengdi ekki niður að mér sýndist.
Hiti var um 5°C og frussandi vatnselgur niður allar leiðir svo við létum okkur nægja labbið inn dalinn og aðkomuna upp að leiðunum, sem var hressandi brölt.
Það er afar lítið af snjó þarna og aðkomugilin eru bara skautasvell af stærri gerðinni.

En s.s. ef kólnar einhvern tímann fljótlega þá er slurkur af ís þarna enn við flestra hæfi en aðkoman er varasöm eins og flestir vita .
DSC00188.jpg