Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55823
Skabbi
Participant

Tókum smá bíltúr á laugardaginn. Röltum eins langt og við komumst inn Glymsgil en urðum frá að hverfa, ekki frosið innúr. Teljum að nægur ís sé í innstu leiðunum en Hvalirnir og aðrar ytri leiðir eru því sem næst íslausar.

Múlafjall er svo gott sem íslaust, nema Rísandi. Þó virtist neðsta haftið ekki almennilega frosið.

Oríon var heldur þunnildislegur en hugsanlega fær. Lítill ís annarsstaðar í Brynjudalnum.

Þilið og Einfarinn virtust vera í góðum gír, Þilið býsna svert.

Ekkert markvert að gerast í Vesturbrúnum eða Búahömrum. Sá reyndar ekki almennilega upp í Tvíburagil.

Vonbrigði…

Skabbi