Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður í hlíðarfjalli Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

#56181
Sissi
Moderator

Voðalega eruð þið erfiðir, ég sit hérna fyrir sunnan í 0 cm og langar einmitt að heyra í Kidda Magg og Jóni Heiðari hvernig staðan sé akkúrat hjá þeim. Þessi viðvörun er ansi almenn (allt norðurland) og búin að vera inni í nokkra daga svo maður er að forvitnast um hvernig skíðamennirnir eru að meta svæðið.

Svo er líka ekkert að marka þessar síður skíðasvæðanna með aðstæður, fínt að heyra hvort það er þurrt púður, troðið púður eða hvort þetta hefur fokið allt í burtu og eftir sitja berir hryggir og harðfenni.

Þessvegna spyr maður lókalana hvernig aðstæður séu :)

En ætli maður haldi sig ekki frá stóru skálinni um helgina, met kannski hrygginn þegar ég sé þetta.

Sissi