Re: Re: Aðstæður á Eyjafjallajökli

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður á Eyjafjallajökli Re: Re: Aðstæður á Eyjafjallajökli

#56592
1610573719
Meðlimur

Ég gekk nýlega á jökulinn frá Seljavallalaug og komum upp hrygginn suðaustan við Hámund og Guðnastein. Það var skemmst frá því að segja að við urðum varla varir við eina einustu sprungu. Við sáum móta fyrir þeim en þær virtust allar kjaftfullar af foksnjó og hugsanlega ösku. Við gengum frá Hámundi og Guðnasteini á fellið sem hefur myndast á gígbrúninni fyrir sunnan gíginn og síðan á Goðastein og það var sama sagan, hvergi eina einustu sprungu að sjá. Við gengum einni ofan í sjálfan gíginn(niður á barminn þar sem rauk úr) og allt í góðu þar og var mjög gaman að koma þar sem nýtt land er og finna hversu heitir steinarnir eru þar. Við gengum aftur niður af jöklinum vestan við Guðnastein og vorum rétt austan við stóra rás sem hefur myndast við flóð úr jöklinum og það var sama sagan, hvergi snjó að sjá.