Re: Re: Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar Re: Re: Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar

#57155
Skabbi
Participant

Magnað að þessi umræða skuli þurfa að eiga sér stað á hverjum vetri.

Hjónin á Fremra-Hálsi hafa ævinlega tekið vel á móti klifrurum, jafnvel konum sem verður brátt í brók snemma morguns og þurfa nauðsynlega að komast á salerni.

Eðlilega gremst þeim að sjá ókunnuga bíla dúkka upp á hlaðinu á öllum tímum sólarhringsins án þess að vita hverjir eru þar á ferð. Í fyrra hringdu þau á lögguna þegar óþekktur bíll hafði staðið á hlaðinu langt fram í myrkur, þau voru einfaldlega orðin áhyggjufull.

Gott fólk, sýnum amk lágmarkskurteisi þegar við göngum um hlaðið hjá fólki sem alltaf hefur komið vel fram við okkur. Það kostar ekkert að banka uppá.

Skabbi