Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Pistillinn › Re: Pistillinn
17. mars, 2009 at 11:02
#53987

Meðlimur
Takk öll fyrir skemmtilega og sérlega vel heppnaða helgi. Mér finnst ég fá of mikinn hluta hróss fyrir það eitt að góla á lýðinn með lúðri og hjálpa til við að leggja braut, það voru Maggý og Sólveig sem kýldu þessa keppni áfram öðrum fremur og gátu ekkert skíðað á laugardaginn (enda önnur þeirra á hækjum). Mikil fórnfýsi fyrir málstaðinn þar.
Við erum að velta fyrir okkur hverja við skorum á næst að reka áfram keppnina, því það getur ekki verið sama fólkið ár eftir ár (ég rétt náði 1 ferð í púðrinu). Tilnefningar eru vel þegnar…… látið heyra!
Takk aftur allir, þetta var geggjað og samantektin hjá Sveinborgu helvíti flott !!!