Re: Íbbi Gogg…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður? Re: Íbbi Gogg…

#52059
Karl
Participant

Það getur vel verið að ég sé að rugla saman e-h Eilífsdalsferðum.

En í það skiptið sem þú varst dorgaður upp Þilið þá minnir mig að þið Árni hafi verið langt komnir með fyrstu spönn þegar við hinir byrjuðum að klifra. Önnur spönnin gekk undarlega erfiðlega hjá ykkur og við hinir vorum komnir í stóra stanzinn áður en þið kláruðuð 2. spönn.
-Eg man ekki betur en að ég hafi dorgað þig tvisvar, það seinna var uppundir brún og því lítil teygja í línunni….
-Gott te er bara til þess fallið að skerpa hugsunina-

Ég man samt ekki hvort það var eftir þessa Þilferð eða e-h aðra að við gengum ofanfrá að Einfaranum og að mig minnir Tvífaranum og dorguðum upp þá sem ekki höfðu klárað leiðirnar sínar, þ.e. við hentum niður línu og skipuðum mönnum að „koma sér upp“. Mér hefur alltaf fundist merkilegt hvað menn tóku þessum yfirgangi vel. Þetta var í kúbbferð og verður að skoðast í ljósi sögunnar og yfirvofandi jólaglöggs.
Ég hafði selflutt e-h inneftir og ég man að einhverjir þeirra gengu yfir að Þverfellshorni en við ferjuðum fyrir þá bíl að Mógilsá.

-Ívar..
Það var fastur liður að gera grín að göngumönnum ( sem fóru úr bænum kl 5:30) niðri í dal og getur hafa verið hvenar sem var…

Ég man að það var æði oft sem við ókum fram á Dag og Vidda sem voru þá búnir að þramma æði lengi…