Re: Hgsað upphátt…

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallamál Re: Hgsað upphátt…

#51986
Karl
Participant

Ég hef ekki áhuga á umfangsmiklum endurbótum á Tindfjallaskála. Slíkar endurbætur eru óheyrilega tímafrekar og það að vinna slík verkefni á fjöllum margfaldar fyrirhöfnina. Það þarf hinsvegar að vinna brýnasta viðhald.

Ég hef ekki áhuga á því að Alpaklúbburinn fari á nostalgíutripp sem gengur út á það að endurgera skálann í upprunalegt horf. Við vitum öll hvernig Ísaxir litu út um 1950. Slíkar axir eru stofustáss og hafa söfnunargildi en eru einfaldlega ekki á fjöllum lengur.
Ég hef fullan skilning á minjavernd en það er ekki okkar hlutverk að reka minjasafn á fjöllum

Það að fjallaskálar séu opnir og notendur greiði gistináttagjald er kerfi sem gengur ekki upp. Viðurkenningin á þessu er augljós, -Í dag eru allir skálar læstir, nema stóru skálarnir að sumri þegar rukkað er við innganginn.
EF klúbburinn ætlar að gera út góðann skála í Tindfjöllum, þá verður að huga að því hvernig hann er leigður út:

-…….Byggður verði nýr skáli í sömu mynd og sá gamli.
Skálinn verð byggður og fullgerður í Reykjavík og fluttur tilbúinn á staðinn.
Skálinn verði leigður félagsmönnum á föstu verði. Ef við byggjum vistlegann skála má ætla að hann sé bókaður 20 helgar á ári. Helgarleiga þarf því að vera á bilinu 15-20.000 til að skálinn reki sig sjálfur til framtíðar. Einnig má fara milliveg og hafa e-h „lyklagjald“ sem væri föst upphæð og að auki komi hausagjald.

Hugleiðingar um FÍ
Ég henti í hálfkæringi fram hugmyndinni um að leggja ísalp niður og ganga í staðinn í FÍ. Sú umræða fór að sjálfsögðu út um víðann völl.
En er nokkuð óeðlilegt að hugleiða það að gerast deild í „ferðafélagi reykjavíkur“ Það félag kallast eins og allir vita Ferðafélag Íslands.
Í Alpalöndunum eru það sk. Alpaklúbbar sem hafa á hendi þá starfsemi sem fyrirfinnst hjá Ísalp og FÍ í dag. Ég geri mér grein fyrir því að í dag er FÍ fyrst og fremst ferðaskrifstofa og stór aðili í gistiþjónustu á Íslandi og áherslur ekki í takt við Ísalp. Félagsstarfsemi FÍ hefur liðið fyrir þennann þátt starfseminnar og meðalaldur félagsmanna orðinn Ískyggilega hár. En fyrr eða síðar verður FÍ að fara sömu leið og systurfélögin í Ölpunum; að skilja að sölu á ferðum og gistiþjónustu frá almennri félagsstarfsemi.
Það gæti verið áhugavert fyrir Ísalp að vera aðili að slíkum samtökum. Ég er alls ekki að mælast til þess að klúbburinn verði lagður niður. Kostir við félagssamstarf við FÍ eru þeir sömu og tíundaðir hafa verið um skálasöluna. Ég minni á að Tindfjallaskáli var byggður af Fjallamönnum sem voru deild í FÍ.
Nú er t.a.m. vinna framundan við að finna klúbbnum nýtt húsnæði og væri henni etv betur varið til að efla festivöl og gera þau alþjóðlegri…

Ég vil þakka stjórn fyrir viðhorfskönnunina og að opna umræðuna um skálamálin. Við tökum engar ákvarðanir á miðvikudaginn en umræðan er mjög nauðsynleg.

Kalli