Re: FigFour dry tool -eða Continental kílreimar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Innanhús ísaxir – FigFour dry tool Re: FigFour dry tool -eða Continental kílreimar

#55426
Karl
Participant

Rollubændur undir Eyjafjöllum fundu upp betri drætúlunargræjur fyrir mörgum áratugum.

Fyrir margt löngu vorum við á leið á Ingimund og höfðum tal af rígfullorðnum bændum þegar við lögðum bílnum. Bændur sýndu klifurglingrinu nokkurn áhuga en sáu fljótt að nokkru var áfátt og spurðu:
-„Eruð þið ekki með neinar viftureimar“?
-„Viftureimar“!
-„Já, -við notum alltaf viftureimar þegar við smölum fjallið“ (fjallið er móbergshroði og í raun vafasamara til umferðar en Ingimundur).
-„Notið þið viftureimar til að fanga rollurnar“ (a la Kúrekar Norðursins)?
-„Nei, -við notum viftureimarnar til að klifra. Það er svo asskoti gott að húkka þeim upp á nibbur sem eru ofan seilingar og betra að halda um þær en klöppina“…

Að sjálfsögðu áttuðum við okkur á því að viftureimar eru djöfull góðar í þetta. Þær eru stífar og lyppast ekki niður þegar þú ýtir þeim upp. Innhliðin er úr gúmmí og hefur gott grip og þú getur notað þær sem sling þar sem þær eru andskotanum sterkari.

Fást á næstu bensínstöð í mismunandi lengdum og breiddum….

http://www.marxparts.com/images/29-32%20chevrolet%20fan%20and%20generator%20belt.jpg