Re: Diskó sveifla

#47841
1504794369
Meðlimur

Þetta var meiriháttar gaman og jafnvel að maður losi upp hælinn á svigskíðunum.

En það er eitt sem ég var að spá í og var að vona að Akureyringarnir gætu frætt mig um það. Eftir að hafa tekið hraustlega á í matarveislunni á Lindinni var ég kominn í tjúttfíling og lagði leið mína á Kaffi Akureyri þar sem illa barinn einstaklingur gargaði í míkrafóninn þar til að enginn var eftir á dansgólfinu, ég held að hann hafi tæmt gólfið þegar hann tók sína sívinsælu syrpu með lögum eftir Hauk Morthens og Ellý Vilhjálms. Þá fór ég ásamt föruneyti á Kaffi Amor og gaf ég vel í því að staður með því nafni hlaut að skarta súlum með reglulegu millibili. Svo var ekki, en ógurlegar drunur bárust af hæðinni fyrir ofan. Í fyrstu hélt ég að þar væri þvottahús í fullum gangi og einhver hefði sett skíðaskóna í á vindingu, sá svo út undan mér diskóljósin og ákvað að líta á.
Þegar upp var komið blasti við mér nakinn maður á dansgólfinu og kvaðst hann vera að viðra feldinn. Ég tók fljótlega eftir því að fólkið á dansgólfinu gargaði með reglulegu millibili, ég skildi það að sjálfsögðu því að nakti gaurinn var ansi ógurlegur ásýndar. Ég dró mig í hlé en kom aftur síðar og var ekki búinn að vera lengi þegar allir fóru að æpa og garga aftur og engan Ísfeld að sjá. Ekki virtist vera nein regla á garginu og ekki nein ákveðin tóntegund sem gargað var í.
Hvað var í gangi?
Ég hef ekki komið norður í nokkurn tíma og ekki lent í þessu áður og fór því að spá hvort þetta væri ný aðferð til að hræða aðkomumenn í burtu.

P.s. Ég mala þessa stökkkeppni á næsta ári.