Re: Brettamenn og ÍSALP

#47752
Sissi
Moderator

Ég treysti nú því að menn munu finna flotta mynd á forsíðuna og finnst nú reyndar bara spurning um að finna nokkrar góðar og velja svo úr eftir gæðum.

Hitt er annað mál að mér finnst þessar dylgjur í garð okkar brettamanna FÁRÁNLEGAR. Ef þið haldið að allir sem renna sér ekki á einhverjum prikum með hælinn út í loftið nenni ekki að labba á fjöll er alvarlega farið að slá saman hjá ykkur strákar.

Brettamenn eru ekki bara bólugrafnir unglingar sitjandi á rassgatinu með sígó uppi í Bláfjöllum.

Þetta er risavaxið sport og ég leyfi mér að fullyrða að það eru mun fleiri brettamenn að klifra og renna sér flottar línur en telemarkarar (enda 50-100* stærra sport). Spurning um að hlúa að þeim og lokka þá í klúbbinn í stað þess að skjóta á þá.

Taggfyrir.

Sissi