Home › Umræður › Umræður › Almennt › Klifur/sig › Re: að sýna sig…

Ágætur félagi minn og hjálparsveitarnörður (í þá daga) fór eitt sinn flatt á því að sýna SIG.
Á 200 ára afmæli Akureyrarbæjar var hann ásamt öðrum slysavarnarköppum að síga af þakbrún niður á Radhuspladset á Akureyri að viðstöddum 2000 afmælisgestum. Gamla klifurlínan sem hann notaði til þess arna skrikaði til hliðar á þakkantinum og vinurinn tók 9,8m/s2 hröðun um stund þar til hann snarstopaði, mölbrotinn á hellulagðri gangstéttinni (stéttin slapp).
Kappin var það hraustur að hann náði sér að fullu líkamlega en ég er ekki viss um andlegu hliðina því nokkrum árum seinna tók hann upp á því að hlaupa maraþon og víðavangshlaup af miklu kappi.
Gamalgrónum Ísalpara, Jóni Viðar SIG. varð þá að orði eftirfarandi ambaga:
Það sýndi sig
þegar Íbbi sýndi sig
að til að sýna sig
þá þarf að æfa sig