Reply To: Nokkrir fisléttir punktar fyrir klifurþing 2023

Home Umræður Umræður Almennt Nokkrir fisléttir punktar fyrir klifurþing 2023 Reply To: Nokkrir fisléttir punktar fyrir klifurþing 2023

#83867
Sissi
Moderator

Ég get nú bara tekið undir flest hjá þér Siggi. Ég reyndi að starta smá umræðu um þetta snemmsumars, þú tókst nú þátt í henni.

En mér finnst þetta enn ofsalega tilgangslaus gjörningur, ruglingslegur, illa rökstuddur, huglæg einstaklingsbundin sjónarmið og eins og þú segir þá virðast umræður og ákvörðunartaka í þessu máli hafa farið fram í frekar litlum hópi.

Ég var nú bara svona miðlungsklifrari upp á mitt besta en ég hef samt klifrað í Chamonix og Orpierre í Frakklandi, nokkrum stöðum í Skotlandi, Tyrklandi, Thailandi, Lofoten í Noregi, Korsíku, El Chorro á Spáni og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Samt eru nú allar mínar erfiðustu leiðslur á Íslandi, þrátt fyrir að ég sé akkúrat að klifra þessar gráður sem umræðan snýst um.

Milli landa og svæða er bara ofsalega ólíkur karaketer og samanburður er smá erfiður. Þetta er huglægt mat. Það er því bara ansi góður árangur ef það næst svona þokkalegt innbyrðis jafnvægi milli svæða hérlendis og bara til að æra óstöðugan að fara að eltast við útlönd. Líka eins og þú segir, hvað eigum við að miða við? Við getum örugglega fundið einhver svæði með erfiðari gráðum þannig lagað.

Annað sem þú nefnir, ég er með-höfundur nokkurra leiða ásamt félögum mínum. Við eyddum til dæmis miklum tíma í Svarta Turninn, sem átti alltaf að vera fjölspannaleið í léttari kantinum á þessum stað, í Búahömrum, nálægt höfuðborginni. Við færðum okkur til frá upphaflega planinu þar sem upphaflega línan sem við höfðum í huga var nær 5.10, við vildum hafa þetta tops 5.8. Núna er hún gráðuð 6a á klifur.is (og reyndar líka 5.8, sem er ekkert ruglingslegt, bara nákvæmlega ekkert).

Ég myndi segja að seinni tíma leiðir væru margar hverjar vandaðar, vel boltaðar og býsna rétt gráðaðar. Auðvitað voru sumar gömlu leiðirnar í vel stífari kantinum þegar maður byrjaði í lok síðustu aldar, en síðan er búið að breyta nokkrum gráðum og bæta við boltum í sumar leiðir.

Okkar leiðir fengu ca. gráðu og voru síðan klifraðar af nokkrum klifurum áður en loka gráða var sett á þær. Mér þykir það bara fínar gráður.

Það er þvæla að fyrsta spönn í Svarta Turninum sé 5.10 (6a). Það er þvæla að Skuggi í Valshamri sé 6a+. Mér finnst gráðurnar sem við settum að endingu á þessar leiðir bara eðlilegar.

Hvað sem öllu líður þá er þetta býsna gerræðislegt og skrýtið allt saman. Er þetta virkilega nauðsynlegt?

(Ljósmynd: Andri Bjarnason býr sig undir leiðslu í „6a“ spönninn í Svarta Turninum í einum hvítum Converse)

  • This reply was modified 1 year, 5 months síðan by Sissi.
  • This reply was modified 1 year, 5 months síðan by Sissi.
  • This reply was modified 1 year, 5 months síðan by Sissi.
  • This reply was modified 1 year, 5 months síðan by Sissi.