Reply To: Stóra gráðunarmálið

Home Umræður Umræður Almennt Stóra gráðunarmálið Reply To: Stóra gráðunarmálið

#83653
Siggi Richter
Participant

Hardcore myndi klárlega vilja hækka gráðurnar miklu meira. Hærri gráður, fleiri stig á 8a.nu.

Mér þykir samt svindlað á okkur aumingjunum sem getum ekki leyft okkur vín, ólífur og vel kalkaðan kalkstein við Miðjarðarhafið. Hér er ég búinn að vera flakkandi með aumu skrílnum fram og til baka um Norður- og Mið-Evrópu, Bretlandseyjar og Írland, og það er sama hvar ég klifra, ég lendi ítrekað í því að glíma við einhverjar fjandans Stardalsgráður hérna… Klifararnir í þessum löndum eru greinilega ekki búnir að fá memóið, að þeirra gráður séu líka rangar, að einu sönnu benchmarkgráðurnar séu á Kalymnos. Og heimamaðurinn í þessum löndum ætlar ekki einu sinni að hækka gráðurnar fyrir mig. Svindl.

Svo ef ég á að fá að vera sterkur klifrari verð ég víst ekki nóg að fara bara til útlandsins, ég verð víst að fara að skrapa saman klinkinu fyrir sólarlandaferð alla leið til El Chorro eða Kalymnos.

Og annað; kippir sér enginn upp við það að búið sé að skipta út yds gráðunum fyrir franskar gráður? En svo verður allt vitlaust þegar ég ber upp eina litla breska gráðu? Það er ekki sama Jón og Séra Jón 😉

  • This reply was modified 1 year, 6 months síðan by Siggi Richter.
  • This reply was modified 1 year, 6 months síðan by Siggi Richter.