Reply To: Ísklifuraðstæður 2022-23

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2022-23 Reply To: Ísklifuraðstæður 2022-23

#81756
Tryggvi U
Participant

Aðstæður í Skaftafelli:

Það er kominn klifranlegur ís í flestar lækjarsprænur á svæðinu þó ekki sé ísinn orðinn sérlega pattaralegur. Stóru lækirnir í Bæjargili og Eystragili eru enn of vatnsmiklir til að samfeldur klifranlegur ís haldist í klassísku leiðunum neðst á heiðinni.
Ég klifraði Vestara Kóragil (nr. 1 á mynd, ný leið? – WI3) í ágætis aðstæðum þann 10. des og svo einnig upp Innsta Sniðagil þann 14. des í fínum en frekar þunnum aðstæðum.