Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2021-22 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2021-22
15. febrúar, 2022 at 21:41
#78607

Participant
Dálítið síðbúinn aðstæðupóstur. Létum Grafarfossinn, fjarskafallegan úr Mosfellsbænum, glepja okkur seinasta föstudag (11.2.). Tókum sneiðinginn upp til vinstri þvert yfir hann. Neðri spönnin var eins og við er að búast talsverð vinna við að moka smá og berja skel en alltaf hægt að koma skrúfum í góða bunnka. Efri spönin var svo mjög fín og þá a.m.k. ekki orðin sólbökuð til neinna vandræða. Sigum svo úr boltunum og niður orginalinn en hann er ekkert nema skel, snjór og hengja á miðri leið.