Reply To: Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum

Home Umræður Umræður Almennt Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum Reply To: Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum

#72890
Olli
Participant

Nú er ég ekki búinn að fara ofan í saumana á nafngift hvers tind fyrir sig en mér skilst að sá hæsti (sá í miðjunni) sé kallaður Skarðatindur. Ég fletti upp gömlu herforingjakorti af svæðinu og þar er hæsti toppurinn nefndur Skarðatindur. Ég sá einnig þar nokkuð sem ég vissi ekki það er að þar eru Kristínatindar(sem ég hef alltaf haldið að væri rétt nafn) nefndir Kristínartindur. Ég læt mynd fylgja fyrir áhugasama. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Svo má einnig tala um að málhefð breytist með tímanum.