Reply To: Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum

Home Umræður Umræður Almennt Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum Reply To: Skarðatindur/Skarðatindar í Öræfum

#72884
Olli
Participant

Varðandi hæðina á Skarðatindi þá verð ég að viðurkenna að við félagarnir mældum toppinn í þykkri þoku þannig að skyggnið var lítið. Við vorum örugglega staddir á suðurtoppnum þegar við mældum hæðina í kringum 1335 metra. Ég hafði samband við Loftmyndir sem svöruðu ótrúlega fljótt og sögðust hafa mælt hæð á topunum þarna á þríviddarkorti. Það kom í ljós að suðurtoppurinn er 1335m og miðtoppurinn er 1381m og norðurtoppurinn er 1320m. Þannig að niðurstaðan er að Skarðatindur er 1381m og vildi ég alls ekki lækka tindinn heldur fá fram rétta mælingu.