Reply To: Þráin

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þráin Reply To: Þráin

#72780
Olli
Participant

Ég man vel eftir fyrstu uppferð. Það var sennilega 15-18 stiga frost og seinni spönnin var mjög erfið. Ísaxarblaðið var vel bogið hjá mér (man ekki eftir því hvernig það gerðist) og ísöxin hrökk ítrekað til baka þegar ég reyndi að höggva í glerharðan ísinn sem gerði það að verkum að ég pumpaðist vel út. Þegar upp kom var ég útpumpaður með eitt kengbogið ísaxarblað og stórt gat ofan á plastskónum en í kuldanum hafði skórinn minn brotnað. Strákarnir(Grímur og Palli) hlógu dátt af þessu hjá mér.