Reply To: Ísklifuraðstæður 2020-21

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2020-21 Reply To: Ísklifuraðstæður 2020-21

#72391
Bergur Einarsson
Participant

Ég og Ági fundum allann snjóinn sem ætti að vera einhverstaðar á suðvestur horninu. Hann er ofan í Svörtugjá í Botnsdal. Það þýðir svo sem að það vantar neðstu ~15 m á Svörtugjárfoss en hann er allur á kafi í snjó og skeljaður. Létum okkur svo sem hafa það að klifra upp úr gjánni en leiðin var tortrygð. Líklega mun betra að velja sér annan tíma fyrir þetta verkefni, þegar ekki hefur skafið svona mikið ofan í gjánna.

Annars nóg af ís að sjá í Múlafjalli og Hvalfirði almennt. Við vorum bara eitthvað að reyna, líkt og allur snjórinn, að fela okkur fyrir norðanáttinni.