Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2020-21 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2020-21
9. desember, 2020 at 20:40
#71768
Bjartur Týr
Keymaster
Við Bergur fórum í Glymsgil í dag og klifruðum Keldu. Það var annað teymi í Krók. Aðstæður ljómandi fínar, mjúkur ís. Áin var ekki nógu frosin til að ganga innar inn gilið. Múlafjall er eins og áður fullt af ís, við sáum hóp fyrir ofan Íste væri gaman heyra hverjir það voru!
Rúntuðum síðan inn í Brynjudal og þar leit Óríon út fyrir að vera inni og einnig Ýringur.