Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? › Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

En ég nenni ekki að láta þetta mál fara út í einhver leiðindi.
Samantekt: Ef er verið að bíða eftir að ég geri eitthvað í akkerismálum, þá þarf fólk að halda upp á akkerisspottana í þó nokkur ár í viðbót (eða vona að ég fái grjót í hausinn og skipti um skoðun). Ég kann ekki einu sinni að bolta, besta sem ég get boðið er handfylli af fleygum. Frekar færi ég sennilega að berjast fyrir byggingu Stardalsskálans í kvosinni undir Vesturhamri (nýr möguleiki fyrir Bratta ef Botnsúlur ganga ekki upp…hmm?).
En það er ekki verið að halda aftur af neinum, fólki standa allar dyr opnar, eina kröfurnar eru að betrumbætur séu ræddar og að þær dragi ekki úr gæðum dótaklifursins.
Ef fólk vill ræða akkerismálin frekar bíð ég spenntur eftir fundi, annars verður mig líka að finna uppi í dal þar sem hægt verður að kveðast á 😉
Yfir og út.