Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

Home Umræður Umræður Klettaklifur 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

#70252
Siggi Richter
Participant

Já, mér þykir að sjálfsögðu lang eðlilegast að þau sem vilja sjá breytingar hvetji til umræðu um þær sjálf. Það er engin elíta eða einkaklúbbur sem stjórnar Stardal (annar en kannski Ísalp), öllum er meir en velkomið að vera með, kifra í dóti og hafa skoðun á fyrirkomulaginu. Eigum við ekki að segja að einu inntökuskilyrðin í Stardals-klúbbinn eru að eiga klifurskó, lágmarks dótarakk og nógu mikinn áhuga til að nenna að dröslast upp aðkomuna? 😉
Aftur, ég mun aldrei berjast fyrir varanlegum toppakkerum í Stardal sjálfur og því hæpið að treysta á að ég fari að hvetja til þess, en ég hins vegar styð það heilshugar ef er áberandi áhugi fyrir því. Það virðist bara hafa farið frekar lítið fyrir þeim áhuga síðasta áratuginn (líkt og sést á þessari umræðu). En það er um að gera að leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér, þangað til held ég bara áfram að kenna fólki að hnýta sína akkerisspotta.