Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

Home Umræður Umræður Klettaklifur 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

#70242
Siggi Richter
Participant

Jæja, mér sýnist áhuginn hjá fólki vera það lítill að þessi boltaumræða slær sig eiginlega sjálf út af borðinu.
Það virðist hafa gagnað lítið að hvetja til umræðu um þetta síðustu tvö ár og allur vindur úr fólki, svo persónulega sé ég ekki ástæðu til annars en að halda bara fyrirkomulaginu eins og það er, þ.e. algjörlega boltalaus dalur (en þetta þýðir að ég hef engan áhuga á að heyra röfl um akkeri í Stardal, umræðan er reglulega búin að standa fólki til boða).

Næsta mál á dagskrá:
Í bígerð er uppfærður leiðavísir um Stardal. Svo ef einhver veit um eldri leiðir í Stardal sem ekki hafa verið skráðar enn, eða hefur sterkar skoðanir á gráðum einstakra leiða má endilega samband við mig. Eða ef fólk er með góðar sögur eða flottar myndir, allt efni er vel þegið.
Sömuleiðis þýðir þetta að ef fólk vill sjá breytingar á einhverju í Stardal er um að gera að drífa sig í slíkar umræður ef slíkt á að eiga sér stað fyrir útgáfu nýs leiðavísis.

Að lokum vil ég bæta við að að öllu óbreyttu verður Stardalsdagurinn líklegast haldinn þriðju helgina í júlí og boðið verður upp á dótakifurnámskeið í sömu viku. Nánar um það fljótlega.