Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

Home Umræður Umræður Klettaklifur 100 leiðir í Stardal! Hvað næst? Reply To: 100 leiðir í Stardal! Hvað næst?

#70136
Siggi Richter
Participant

Laukrétt 😉 Sjáðu til, ég sé ekkert að fyrirkomulaginu eins og það er í dag. Þess vegna væri frekar einkennilegt fyrir mig að fara að hvetja til fundar um breytingar sem ég styð ekki sjálfur. Málið er hins vegar að samkvæmt minni loðnu tölfræði virðast þau sem bæði eru sátt við fyrirkomulagið í dag og klifra (oftar en einu sinni á áratug) í Stardal eru teljandi á fingrum annarrar handar. Hins vegar þegar Stardalur er dreginn upp í umræðum virðast allir aðrir einróma um að það eina sem íslenska þjóðin kemur sér saman um í dag eru akkeri í Stardal. Þar sem lítur út fyrir að umræðufundur muni fjalla um lítið annað en akkerismál, er ég einfaldlega að hvetja þau sem krefjast þess að fá upp akkeri til þess að skipuleggja fund og gera eitthvað í málunum annað en að bíða eftir að þau birtist með nýrri stjórnarskrá. En þó svo ég segist ekki styðja akkeri, þýðir það ekki að ég sé andvígur þeim ef er meirihlutastuðningur fyrir uppsetningu þeirra. En ég vil fyrst fá að sjá hvort er raunverulegur áhugi fyrir þessu og hvort sé einhver hópur fólks sem muni nota þau eða hvort þetta muni bara verða skraut í pakkningunni uppi í dal. Ef tekst hins vegar ekki einu sinni að efna til fundar um það geri ég einfaldlega ráð fyrir að áhuginn sé ekki til staðar og ég held áfram að klifra sáttur með mínum örfáu sérviskupúkum sem enn nenna að byggja akkeri sjálf.

Svo nei, ég er ekki að peppa sjálfur akkeri, ég er að peppa fólk til að gera eitthvað í málunum er það telur ástæðu til.

Það er svo vert að bæta því við að um leið og Jón Viðar hefur ásamt öðrum verið að taka Hnappavelli bókstaflega í gegn upp á síðkastið, tók hann einfaldlega málin í sínar hendur þar og hefur verið að setja upp akkeri með sighringjum í margar af augljósustu dótaleiðunum á svæðinu (auðvitað í samráði við frumfarendur leiðanna). Frábært framtak og virkilega gaman að fá að heyra af því að það hefur strax aukið umferð í sumar leiðirnar.

  • This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Siggi Richter.