Home › Umræður › Umræður › Almennt › Hvað er að frétta? › Reply To: Hvað er að frétta?
18. september, 2019 at 16:49
#68204

Moderator
Skarðshryggur í Skarðshorni fékk trúlega sína aðra heimsókn nú í september, þegar Bjartur Týr og Matthew McAteer klifu hann. Aðstæður hafa trúlega verið ansi langt frá þeim sem voru í frumferðinni, klettaklifur í vettlingum og broddum í bland við mix hreyfingar skv. Bjarti Tý. Alltaf hressandi þegar menn skella sér í klifur á óvenjulegum árstíma og gaman að þessi leið hafi fengið aðra heimsókn, okkur þótti hún virkilega skemmtileg um árið.