Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Boltaumræðan afturgengin? › Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

Haha, ég skaut mig greinilega í fótinn… þetta tók ekki langan tíma að snúast yfir í Stardalsumræðu.
Ég er algjörlega sammála því að örfáir vel ígrundaðir sigboltar kæmu sér mjög vel í Stardal og ég er sammála þessum punktum, en mér finnst samt þess virði að stíga rólega til jarðar í þessu máli. Þess vegna datt mér í hug að byrja á tilraunaverkefni á fyrrnefndu svæðunum og sjá hvort þetta hafi raunverulega þessi tilætluðu áhrif sem menn lofa.
Annars varðandi bolta í Nöfinni þá held ég að boltuð akkeri myndu bara auka þægindi. Það er aldrei vandamál að koma fyrir akkeri og allar tryggingar eru jarðsprengjuheldar, ég held að það sé frekar hægt að bera þetta saman við t.d. akkeri í fjölspannaleiðum í Indian Creek (sparar tryggingar og eykur þægindi í stans þar sem sprungan sem er klifin er eina akkeristryggingin). Og svo myndi það líka bæta við möguleikanum að bakka þægilega úr leiðunum án spotta- og fleygakraðaks.
En efasemdir mínar á að veitingu veiðileyfis á Stardal hafa ekkert dvínað, ég er enn fullkomlega sáttur við boltalausan dalinn. En ég er einfaldlega að draga þessa umræðu upp til að fikra okkur mögulega í átt að sátt og hinum gullna millivegi þessara blessuðu boltamálum (Já, ég vil bara sjá hvort fólki sé treystandi). Og miðað við stöðuna held ég að besta lausnin til að gera sem flesta sátta væri að skoða möguleikann á nokkrum vel földum en gagnlegum sigboltum yfir helstu hömrunum/leiðunum til að auðvelda hreinsun leiða og bjóða upp á fljótleg og þægileg toppakkeri, þó með skíru samkomulagi um að halda boltum með öllu frá leiðunum sjálfum. En það er ykkar að selja slíkar hugmyndir, svo nú reynir á sannfæringarmáttinn.