Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Boltaumræðan afturgengin? › Reply To: Boltaumræðan afturgengin?

Djöfull er ég ánægður með þennan þráð, þessu bjóst ég nú ekki við frá Sigga Sandpoka.
Þegar kemur að Stardal þá má eflaust skipta þessum bakraddakór í tvo hópa.
1. þeir sem vilja opna alfarið fyrir boltun í Stardal.
2. Þeir sem vilja bolta toppakkeri eða sigakkeri á vel völdum stöðum í Stardal.
Ég er mjög hlynntur því að bolta toppakkeri í Stardal. Ég sé nokkra kosti við það.
1. Flýtir fyrir þannig að maður gæti eflaust klifrað fleiri leiðir í einum kvöldrúnt/dagsferð í dalinn.
2. Auðveldar hreinsun t.d. ef tryggjarinn hefur ekki hug á að klifra leiðina.
3. Opnar möguleika á að hinn almenni sportklifrari geti farið í ofanvaðsklifur á þessu topp klifursvæði í örskotstund frá höfuðborginni, það gæti síðan laðað fleiri klifrara út í dótaklifur. Bendi á 1 grein í lögum ÍSALP þar sem stendur „Ísalp er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á að vera sameiginlegur vettvangur fjallamanna og stuðla að vexti fjallamennsku á Íslandi.„. Ef við getum fengið fleiri til að stunda dótaklifur með þessum hætti þá myndi ég flokka það sem að við væru að stuðla að vexti fjallamennsku á íslandi.
Þó að ég tilheyri þessum grátkór þá hef ég nú látið sjá mig töluvert í Stardal undanfarin ár. Fyrir mitt leiti þá myndi það ekki trufla upplifun mína af dótaklifri þó að það væri boltuð toppakkeri. Það væri kanski annað mál ef þetta væri fjölspanna klifur þar sem hluti af klifrinu er að finna góðan stans, nota hæfilegt magn dóti, byggja gott akkeri o.f.fr..
Ég er mjög á móti því að það verði boltaðar klifurleiðir í Stardal. Þarna eru við einfaldlega með berg sem hentar mjög vel í dótaklifur og ég er hræddur um að ef byrjað verði að bolta leiðir þá fari það úr böndunum á nokkrum árum. Það myndi líka trufla upplifun mín mjög ef ég væri í dótaklifurleið útúrpumpaður að reyna að troða inn einhvejru dóti og sæji svo bolta í seilingsfjarlægð til hliðar.
Það má alveg bolta toppakkeri í dótaklifurleiðum á Hnappavöllum mín vegna, sömu rök og með Stardal.
Varðandi Fallastakkanöf, er það ekki partur af fjölspanna dótaklifri að þurfa að búa til stans? Kaupi samt alveg rökin að það sé erfitt í ljósi þess að það þarf mikið af tryggingum í sömu stærð. Hef ekki sjálfur klifrað þarna og hef engar taugar til svæðisins. Það má bolta akkeri mín vegna.