Reply To: Tíðindi úr Stardal 2019

Home Umræður Umræður Klettaklifur Tíðindi úr Stardal 2019 Reply To: Tíðindi úr Stardal 2019

#67736
Siggi Richter
Participant

Uppfærsla:
Við Samúel Þór Hjaltalín fórum upp í Stardal eftir vinnu í gær, með réttu verkfærin í fórunum og gengum endanlega frá boltunum (eða eins og hægt var). Þar sem boltarnir voru laflausir í hulsunum og hringsnerust bara, var nær ómögulegt að bora þá út. Og að sjálfsögðu var ekki hægt að reka þá inn heldur, svo við náðum bara að skera ofan af þeim og hylja eins og við gátum með epoxí.

Við uppgötvuðum líka þrjá mun eldri (en þó vandaðri) bolta ofar á brúninni (spurning hver tilgangur þeirra hefur verið?), en þar sem þeir voru orðnir ryðgaðir og slappir, og mögulega einhverjar óhentugar málmblöndur, tókum við þá í leiðinni. Mun auðveldara að ganga frá þeim og fylla í holurnar, og varla hægt að sjá að nokkurn tíma hafi verið ráðist á klettinn með borvél.