Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2018-2019 Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

#66940
Siggi Richter
Participant

Ég og Guðmundur Ísak Markússon kíktum á aðstæður í Múlafjallinu í dag, frekar slappur ís í það heila. Þó eru einhverjar leiðir í þokkalegu ástandi, t.d. Stígandi sem annað teymi fór í og einhverjar leiðir vestan við Testofuna. Við fórum í óskráða leið mun vestar í fjallinu, skemmtileg 2-3 spanna leið sem m.a. liggur bak við flottan steinboga. Í góðum aðstæðum er leiðin eflaust ekki sérlega erfið (~WI3?), en í augnablikinu er hún líklega eitthvað stífari og á kafla skraufaþurr (M gráða). Einhver sem kannast við að hafa klifrað þessa gersemi áður? (Seinasta myndin)

Í Brynjudal er frekar lítið að ske, en léttari leiðirnar einhverjar inni, og aðalhaftið í Ýring allt að koma til.