Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#64673
Siggi Richter
Participant

Það spurðist víst út í fyrradag að klifurvænt væri í flugugili, svo við Maggi létum loks verða af því í gær að klifra Óríon, og fylgdum hlandslóð fyrra teymis upp fossinn. Frábært klifur, bratt í skemmtilegum ís, en heldur stökkt í kuldanum í gær.
Á niðurleiðinni litum við á Ýring, meginhaftið er spikað, en neðstu aðkomuhöftin eru eitthvað þynnri, væri ekki vitlaust að kippa með hnetusetti eða tvem.
Skógræktin er alveg úti, einfaldlega of kalt, nálaraugað er eina leiðin sem nær niður (myndi samt segja leiðina vera í hetjuaðstæðum).
Flestar leiðir undir WI4 í kring virðast hins vegar hafa það töluvert betra.