Reply To: Tryggingar fjallafólks

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingar fjallafólks Reply To: Tryggingar fjallafólks

#63349

Ég hef verið að með björgunartrygginguna sem Þorsteinn talar um og svo slystryggingu(frítíma) hjá VÍS. Þeir hafa boðið upp á að kaupa séráhættu á slysatryggingu fyrir t.d. einn mánuð ef maður er að fara í einhverja ferð eða ef maður ákveður að vera bara að gera eitthvað skemmtilegt í nokkra mánuði á ári en sitja svo inni restina af árinu… Verðið er misjafnt eftir því hvað þú ert að gera, klifra, labba, klifur/labb yfir 4000 m hæð o.s.frv.

Verðið á þessu er ekkert hrikalegt en samt frekar dýrt. Ástæðuna fyrir háu verði segja þeir að dýrt sé fyrir þá að endurtryggja sig vegna þessara áhættuþátta.

Tilboðið sem ég fékk núna um daginn, þar sem ég á að vera tryggður fyri slysum vegna flestra þeirra áhættuþátta sem koma inn í mína fjallamennsku (klettaklifri, ísklifri, gönguskíðum, bakpokaferðum, vaða ár o.sv.frv.) nema snjóflóðum af mannavöldum. Þeir vilja ekkert gefa út um snjóflóðin fyrr en málið sem var verið að lýsa í fréttunum fyrr í vetur er búið að fara í gegnum dómskerfið.

Fyrir allt árið er þetta á sama verðbili og kaskótryggingin á bílnum, sem er um 100.000 kr.

Hef ekki skoðað sambærilega tryggingu frá öðrum tryggingafélögum en ef einhver hefur gert það væri gaman að fá samanburðinn.

kv,
Siggi R