Home › Umræður › Umræður › Almennt › Tryggingar fjallafólks › Reply To: Tryggingar fjallafólks

Íslensk tryggingarfélög hafa verið einstaklega treg við að gefa góðan díl á tryggingum fyrir fjallamennsku, sér í lagi áhugamanna fjallamennsku. Það er hægt að fá þetta coverað af íslenskum félögum en ég hef bara heyrt himinhá verð.
Þú verður í raun bara að meta áhættuna og verðgildi þess soldið sjálfur.
Eins og ég held að hafi áður verið bent á þá er https://aacuk.org.uk/membership/ ansi góður díll. Þessi aðild kostar slikk og veitir þér 25.000EUR cover í björgun og flutningi og 10.000EUR cover í læknaþjónustu. Hún hefur líka fína afslætti í alla fjallaskála. https://aacuk.org.uk/p-benefits og hér er meira um slysatrygginguna sérstaklega https://www.alpenverein.at/portal_wAssets/docs/service/versicherung/2017_AV-WWS-folder_english.pdf
Annars held ég meira að segja að öll þyrlu rescue í Mont Blanc Massif séu endurgjaldslaus að staðli en kannski veit einhver annar meir um það.
Mt. Blanc ætti að ganga áfallalaust ef þú hefur þrekið í að ná toppnum. Það veltur á leiðarvali hvort þú ert með smá flóðahættu eða grjóthrunshættu en góð skipulagning ætti að sjá þér í gegnum þau svæði með sem minnstri áhættu.