Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2016-2017 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017
4. mars, 2017 at 17:37
#62758

Participant
Við Bergur Einars fórum í bíltúr í dag inn í Hvalfjörð.
Í Brynjudal er ekkert að frétta í suðurhlíðum. Það gæti verið hægt að klifra Ýring, en efsta haftið er örugglega kertað. Sáum lítið af ís í Flugugili. Óríon er opinn með risa hengju.
Í Múlafjalli er allt að gerast. Sennilega er hægt að fara Rísanda og Stíganda en besti ísinn leit út fyrir að vera inni í Leikfangalandi. Testofan gæti verið ágæt, Íste nær ekki niður.
Klifruðum einhverja 4.gráðu leið töluvert austarlega, smávegis kertuð og töluverð bleyta en besta skemmtun samt sem áður.
Á heimleiðinni sáum við Vopnin kvödd og restina af Vesturbrúnum.
/Ági
-
This reply was modified 8 years síðan by
Ágúst Þór Gunnlaugsson.