Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62278
Siggi Tommi
Participant

Fórum nokkrir (Siggi Tommi, Ottó og Palli Sveins) í “Ólympíska félagið” (M7) og „Verkalýðsfélagið“ (M8) á öðrum í jólum (26. des ´16) í prýðilegum aðstæðum.
Annar hópur (Maggi og ?) fóru líka í „Ólympíska“ og „Helvítis fokkíng fokk“ (M4/5) og höfðu gaman af (þrátt fyrir meiri bleytu þar).

Ísinn mátti ekki vera meiri, amk. ekki í “Ólympíska” og “Himinn og haf” (Síams var heldur þunn reyndar).
Hláka núna og næstu daga 🙁 en það þarf ekki mikið að hanga eftir til að hafa góðan dag í Tvíburagilinu – leiðirnar verða bara aðeins meira hressandi…