Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

#61912
Siggi Tommi
Participant

Fór ásamt Dodda Skagamanni í Búahamra á þriðjudaginn var.
Fórum í Gandreið og Garún-Garún, sem eru miklar eðalleiðir eins og fólk vonandi veit (5.10b vs 5.11b).
https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6307146463731700817
fyrir myndaseríu þaðan frá síðasta túr.
Aðeins snúið að finna sektorinn, því það þarf að síga í hann ofan af brún niður á stóra syllu sem er hjá Nálinni.

Fórum í Ugluna og Stúlkuna á leiðinni niður.
Fínasta viðbót en það vantar að fara þangað í hóp með góðan vírbursta og kúbein og skrúbba og jóðla aðeins meira.
Braut eina löpp úr hægri leiðinni (Stúlkunni?) og tók hressandi salibunu í kjölfarið (þar sem ég hélt í akkúrat ekki neitt… 🙂
Stúlkan var ansi snúin við bolta 3 (eða hvað það var) og 5.7 kannski í lægri kantinum (eins og Ottó nefndi).
Úr vinstri leiðinni (Uglunni?) hentum við niður tveimur risa hnullum ofarlega í leiðinni. Þeir voru aðeins hægra megin við boltalínuna en samt eitthvað sem einhverjum gæti alveg hafa dottið í hug að grípa í.
https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6312713384576129185

  • This reply was modified 7 years, 8 months síðan by Siggi Tommi.