Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61891
Otto Ingi
Participant

Flott að það er komin af stað umræða um þetta. Styð það að halda fund um þessi mál, áður en skrifað verður undir samning við FÍ.

Einn punktur sem mér finnst að sé ekki komin fram. Fyrst við erum að bera Bratta saman við Tindfjallaskálan þá held ég að það sé alveg stór munur á uppsetningu á þessum skálum. Tindfjallaskáli komst fyrir á vörubíl og var keyrður í einu lagi upp í Tindfjöll (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, ég var ekki mikið starfandi í ÍSALP á þessum tíma). Bratti er í þrem hlutum og það þarf að flytja hann með snjóbíl á sinn stað.

Ég held að þetta samstarf með FÍ sem fín lausn. En það má að sjálfsögðu ræða aðrar hugmyndir.

Helstu hugmyndir sem hafa verið ræddar á stjórnarfundum eru
1. Fara með allar þrjár einingarnar upp eftir, skálinn í 100% eigu ÍSALP. Við sáum fram á að þetta væri of stórt verkefni fyrir klúbbinn, t.d. peningalega.
2. Selja eina einingu og fara með tvær einingar upp eftir, skálinn í 100% eigu ÍSALP. Þessi hugmynd var lengi á teikniborðinu.
3. Fara í samstarf við einhvern annan aðila og fara með allar 3 einingarnar upp eftir. Einhverskonar samstarf um eignarhald og rekstur.

Það gæti vel verið að fleiri hugmyndir hafi verið ræddar, þetta er svona það sem stendur upp úr hjá mér að minnsta kosti.

kv.
Ottó Ingi