Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61868
Helgi Egilsson
Keymaster

Ég má til með að svara nokkru af því sem Sissi segir hér að ofan, enda er það eina efnislega gagnrýnin sem hefur borist til þessa.

Í fyrsta lagi er smánarlegt að bera þetta samkomulag saman við það að ætla að selja Tindfjallaskála á 500.000 kr.
Hver er munurinn?
1.Þetta er yfirlýsing um samvinnu, en ekki uppgjöf – ÍSALP mun áfram eiga skálann.
2.Ferðafélagið mun leggja fleiri milljónir í þetta verkefni.
3.Þetta mun skila flottari skála en klúbburinn hefði kost á einn og sér.

Framtakið sem þið stóðuð fyrir var og er ómetanlegt. Það er því framtaki að þakka að klúbburinn á skálann í Tindfjöllum. Ég sé samt enga ástæðu til þess horfa með öfund til Tindfjalla í þessu máli. Vonir okkar standa einfaldlega til þess að ná betri árangri Í Botnssúlum en í Tindfjöllum. Tindfjallaskáli er glæsilegur skáli og allt það, en notkunin er slöpp sem sést á því að veltan í gegnum skálann samtals árin 2010-2014 var undir 200.000 kr. Viðhaldi er vissulega vel sinnt – en það er eingöngu vegna þeirrar staðreyndar að Tindfjallahópurinn hefur ennþá áhuga á að sinna því.

Markmið með rekstri fjallaskálanna er að þeir séu notaðir sem allra mest – og að þeim sé vel sinnt.
Að fá sterkan bandamann í Botnssúlur mun bæði fjölga þeim sem nota skálann og stórauka líkurnar á því að viðhaldi verði vel sinnt.

Ekkert vil ég frekar en að klúbbfélagar segi skoðun sína á þessu máli og það væri ákaflega ánægjulegt að þeir sem stóðu að baki endurreisn Tindfjallaskála „myndu leggja blessun sína yfir ákvörðunina“. Mig langar líka að taka fram að Brattanefnd hefur verið starfandi í eitt og hálft ár. Þessari nefnd var falið umboð klúbbsins til að stýra framtíð skálans. Nefndin er og var opin öllum klúbbfélögum og oftar en einu sinni hefur verið óskað eftir fólki í nefndina og í verkefni sem hún hefur sinnt. Þessi ákvörðun kemur úr nefndinni en auk þess var haft samráð við stjórn klúbbsins og nýtur ákvörðunin stuðnings hennar.