Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

#61845
Otto Ingi
Participant

Hæhæ,

Ég og Daníel Másson fórum Ugluna og Stúlkuna í turninum. Flottar leiðir báðar og takk fyrir að bolta Palli.

Mér fannst Uglan vera bara nokkuð góð hvað varðar laust grjót, svona miðað við að þetta er í Búahömrum. Mér fannst gráðan 5.6 nokkuð rétt.
Mér fannst vera heldur meira af lausu grjóti í Stúlkuni í turninum, losaði stóran hnullung í miðri leið og eitthvað af smágrjóti. 5.7 finnst mér allt í lagi gráða, jafnvel að þetta sé 5.8 (mér var að vísu svo kalt á puttunum að það er kanski ekkert að marka).

Mæli með að tala langa tvista með, það var mikið rope drag

Smá pæling, heita hamrarnir ekki Búahamrar en ekki Búhamrar? Ég hef oft velt þessu fyrir mér.

kv.
Ottó Ingi