Reply To: Skíðaaðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðaaðstæður 2015-2016 Reply To: Skíðaaðstæður 2015-2016

#59081
Sissi
Moderator

Það var lagið!

Facebook, eða lúpína internetsins eins og Ági kallar hana, er hörmuleg til að halda utan um svona. Reyni að vera virkur hérna.

Skálafell var flott á laugardaginn, snjóaði mikið þar og suðurhlíðin flott. Norðurhlíðin fyrir norðan mastur virkaði frekar berangursleg.

Óheyrilega fúlt hvað er mikil sleðatraffík í Skálafelli og í Eldborgargili, það var búið að keyra pistirnar frekar illa í Skálafelli af vélsleðum og ekki eitt far utan þeirra. Ég vildi óska þess að menn gætu haldið sig á veglínunni eða vestan við skíðalínurnar í Skálafelli og fyrir norðan borholu í Bláfjöllum. Ótrúlega glatað að verða endilega að eyðileggja skíðabrekkurnar. Þetta eru jú skíðasvæði þó að þau séu lokuð og þó að allur akstur vélsleða sé bannaður á þessum svæðum hefði ég vonast til þess að menn gerðu þetta ekki af tillitsemi, af því að það er nóg svæði þarna fyrir alla.

  • This reply was modified 8 years, 7 months síðan by Sissi.
Attachments: