Reply To: Nýjar Leiðir 2015 – 2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Leiðir 2015 – 2016 Reply To: Nýjar Leiðir 2015 – 2016

#58893
Robbi
Participant

Lokið var við að bolta nýja leið í testofunni í Múlafjalli í dag sem er búin að vera hálf kláruð í 2 ár. Leiðin er eingöngu drytool og afrar ólíklegt að það myndist ís í henni.

Staðsetning: Múlafjall, Hægra næsta leið hægra megin við Mömmuleiðina (byrjar í áberandi yfirhangi) og stór mosasylla klýfur leiðina fyrir miðju.
Gráða: M7+/M8 ? (ekki alveg staðfest gráða)
Fjöldi bolta: 11, +2 boltar í akkeri rétt fyrir neðan brún, vinstra megin við gilskorninginn þegar komið er upp úr leiðinni.
ATH: það þarf 70m línu til að ná upp og niður rétt eins og í Mömmuleiðinni.

Leiðarlýsing: Mjög bratt klifur upp fyrstu 3 boltana með desperate klippingu í bolta 2. Eftir 5 bolta er komið á breiða mosasyllu sem gengið er upp. Þaðan tekur við tæknilegt jafnvægisklifur með löngum hreyfingum á milli lítilla kanta. Leiðin endar í dularfullum breiðum skorstein sem snúið er að komast upp í. Fylgja skorsteininum upp í létt brölt og akkerið er á vinstri veggnum fyrir neðan toppinn (áberandi horn sem liggur upp af megin veggnum).

Robbi