Kaldamús WI 4

Þetta er fyrsta íslænan sem maður sér þegar keyrt er inn í Lónssveit. Leiðin er í gili í hlíðum Fjarðarheiðar, þar sem þjóðvegurinn byrjar að fylgja rótum fjallsins (Fjarðarheiði). Tekur bara 10 mínútur að labba að leiðinni frá þjóðveginum. Það er líka ís

Við fórum leiðina í 3 stuttum spönnum, fyrstu 2 spannirnar voru bara 15 metrar hvor og stutt sylla á milli þeirra og eðlilegt væri að fara þetta í einni spönn. Fyrir ofan þessi 2 höft komum við í 30 metra langa snjóbrekku í stórri hvilft í gilinu. Við klifruðum upp úr þessari hvilft upp 20 metra hátt íshaft og komum upp í efstu hvilftina í gilinu. Þaðan sigum við niður í 2 sigum.

FF: Bjarki Kárason, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar R. Sigurðsson, 08. jan. 2005